Fimm frábærir dagar á Íslandi

Tour ID: GR03
Duration

Duration

Loading...
Language

Language

Loading...
Season

Season

All Year
Category

Category

Sérferðir
Minimum Age

Minimum Age

1
Approx. price per passenger based on group size* 0 ISK

Fáðu tilboð fyrir þinn hóp

Fimm frábærir dagar á Íslandi

Approx. price per passenger based on group size* 0 ISK
Duration

Duration

Loading...
Season

Season

All Year
hide and show icons

Ísland er fyrir löngu orðið að Instagram-stjörnu og skyldi engan furða

Hver beygja býður upp á nýtt magnað útsýni sem er alltaf fallegt, oft ævintýralegt og stundum óraunverulegt. Hvað með að leyfa sér að upplifa landið upp á nýtt með ferskum augum og heimsækja vinsælustu áfangastaði Íslands á fimm frábærum dögum?

Day 1 - Reykjavík, heimsins besta höfuðborg

Dagur eitt hefst á litríkri og fjölbreyttri Reykjavíkurborg. Norðlægasta höfuðborg heims er lítil heimsborg, full af framandi mat, heimsfrægum byggingum og dásamlegum strætum og sundum. Borgin sjálf er fjölbreytt og falleg en umgjörðin er einstök og útsýnið eftir því. Snæfellsjökull, Esja, Bláfjöll og Reykjanesið krýna höfuðborgina og prýða og á fallegum dögum er landslagið umhverfis höfuðborgina virkilega einstakt.

Day 2 - Suðurland

Úr Reykjavík er haldið út á þjóðveginn eftir suðurströndinni á degi tvö þar sem er að finna einhverjar stærstu stjörnur (og Hollywood-stjörnur) íslenskrar náttúru. Hér ber hæst að nefna Seljalandsfoss og Skógafoss, þessa gjörólíku fossa sem heilla þó hver með sínum hætti. Ferðin heldur áfram austur með viðkomu í Reynisfjöru sem er fyrir löngu orðin heimsfræg fyrir ævintýralegt útsýnið og áþreifanleg náttúruöflin.

Day 3 - Jökulsárlón

Dagur þrjú lætur sitt ekki eftir liggja því guðdómlegt Skaftafell með sínum skriðjöklum og mögnuðu útsýni er hér fyrst á dagskrá. Fjaðrárgljúfur heillar alla með ævintýralegri nærveru sinni en stórstjarna dagsins er án efa Jökulsárlón og ströndin fyrir neðan það. Það er ástæða fyrir vinsældum þessara áfangastaða því þeir eru raunverulega einstakar náttúruperlur, allir sem einn.

Day 4 - Vinsælustu perlur landsins

Dagur fjögur klárar svo málið með ómissandi hluta af öllum ferðalögum á Íslandi, gullna hringnum. Það mætti fullyrða að enginn áfangastaður sé Íslendingum jafnmikilvægur og Þingvellir sem er samofinn Íslandssögunni og einstök náttúruperla. Gullfoss er uppáhaldsfoss margra landsmanna enda ævintýri líkast að standa í návígi við hann. Geysir er konungur hveranna en jarðhitasvæðið í kringum Geysi er ekki síður áhugavert að skoða og upplifa.

Day 5 - Heim í Bláa lónið

Dagur fimm heldur aftur út á Keflavíkurflugvöll um Reykjanesið þar sem er að finna perlur á borð við Keili, Gunnuhver og Bláa lónið.

Í stuttu máli

  • Ferðina má laga að þörfum, tíma og áhugasviði einstakra hópa en að okkar mati er ekki hægt að hugsa sér betri leið til að verja fimm dögum á Íslandi.

Hvað er innifalið

  • *Verð á mann er m.v. 35 manna hóp, gisting er ekki innifalin í verði. Verð fara eftir fjölda farþega í hóp.
  • Þessi ferð er með leiðsögn
  • Vinsamlegast athugið að vegna Covid-19 er grímuskylda í rútum