Lifandi leiðsögn um Suðvesturhornið - Gullni hringurinn og Reykjanesskagi
Tour ID: GR02Duration
Loading...Language
Loading...Season
All YearCategory
SérferðirMinimum Age
1Fáðu tilboð fyrir þinn hóp
Nú er rétti tíminn til að njóta þess allra besta sem Ísland hefur upp á að bjóða í tveggja daga pakkaferð um suðvesturhornið, sneisafullu af safaríkri sögu og dásamlegum náttúruperlum.
Dagur 1: Gullni hringurinn og Hótel Örk
Fyrri dagurinn er helgaður dásamlegum mat og dýrðlegum náttúruperlum á Suðurlandi. Hér er Gullni hringurinn tekinn með trompi en lagt er af stað frá Reykjavík kl. 10:00 og stoppað á Þingvöllum áður en haldið er til Friðheima í kynningu á starfseminni og hádegisverð hússins. Þaðan er farið á Gullfoss og Geysi en deginum lýkur á Hótel Örk í Hveragerði með glæsilegum þriggja rétta kvöldverði og gistingu.
Dagur 2: Hinn magnaði Reykjanesskagi
Brottför frá Hótel Örk er kl. 10:00 en seinni daginn er haldið út á Reykjanesskaga sem hefur að geyma einhverjar best földu náttúruperlur landsins. Má þar helst nefna kynngimagnaða Strandarkirkju, einstaka náttúrufegurð við Krýsuvík og ægifagurt Hópsnesið ásamt klassískum viðkomustöðum eins og Gunnuhver, Reykjanesvita og hinni sívinsælu Brú milli heimsálfa áður en haldið er aftur til höfuðborgarinnar. Komið er aftur til Reykjavíkur milli kl. 16:00-17:00.
Hér sameinast frábær og fræðandi skemmtun þar sem allt er innifalið. Láttu okkur um að hugsa um aksturinn, gistinguna, matinn og leiðsögnina á meðan þú nýtur suðvesturhornsins í góðra vina hópi á frábæru tilboðsverði.
Í stuttu máli
- Fáðu leiðsögn og akstur um náttúruperlur og söguslóðir Suðvesturlands ásamt gistingu og glæsilegum kvöldverði á Hótel Örk
- Ferðina má laga að þörfum, tíma og áhugasviði einstakra hópa
Hvað er innifalið
- *Verð á mann miðað við hópastærð og tvo í tveggja manna herbergi á Hótel Örk með 3ja rétta kvöldverði, morgunmat og aðgangi að sundlaug
- Þessi ferð er með leiðsögn
- Vinsamlegast athugið að vegna Covid-19 er grímuskylda í rútum