Your Cart is empty

Burger
Logo
Flybus-Wide

Rútuleiga

Viltu fara þínar eigin leiðir en vantar bara farartækið?

Ertu á leið í óvissuferð með vinnustaðinn eða keppnisferð með blakliðið? Þarftu kannski að skipuleggja skíðaferð og skólaakstur eða var þér falið að hrista saman fólk í hópefli? Ætlar saumaklúbburinn yfir Fimmvörðuháls? Langar þig að gifta þig í Þórsmörk en veist ekki hvernig á að koma gestum á milli staða?

Þetta eru okkar ær og kýr.

Leigðu rútu ásamt bílstjóra frá okkur og við komum þér og hópnum þínum hvert á land sem er.

Það getur verið vandmeðfarið að ferðast með hóp af fólki landshluta á milli og þá borgar sig að vera með fagmann við stýrið, sérstaklega þegar ferðast er um hálendið, um malarvegi og yfir ár. Bílstjórarnir okkar er þaulvanir fagmenn sem þekkja aðstæður af áralangri reynslu. Njóttu ferðalagsins og leyfðu okkur að koma þér á áfangastað.

Fáðu tilboð í rútuleigu hér: [email protected].

Coach 600

Flotinn

Bílafloti Kynnisferða er einn sá stærsti og nýjasti á Íslandi. Farartækin okkar eru í hæsta gæðaflokki þar sem þægindum og öryggismálum er forgangsraðað.

Rúturnar okkar koma í öllum stærðum og gerðum, (9 til 69 sæti) og eru allar í fyrsta flokks ástandi. Þær eru rúmgóðar, þægilegar, umhverfisvænar, í þeim er öryggisbelti fyrir alla farþega og þeim fylgir ókeypis WiFi.

Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifnar rútur sem henta í erfiðari aðstæður, t.d. á hálendinu.

Farðu áhyggjulaus í ferðalagið og láttu okkur um aksturinn.

ISL-coach-hire-in-iceland