My Cart

Your Cart is empty

Looks like you haven’t picked any tours yet!

Ferðumst innanlands

Ferðumst innanlands í sumar

Það eru margir ótvíræðir kostir við að ferðast innanlands, sama hvar fólk er statt í heiminum. Einn af þeim er minna kolefnisspor og annar er þægindin við að þekkja alla innviði, tungumál og menningu. Íslendingar hafa það hins vegar fram yfir flesta aðra að búa á einni stórbrotnustu eyju í heimi og því er auðvelt að finna sér spennandi áfangastaði, áhugaverða afþreyingu og nýja upplifun innanlands. Sumar ferðir eru tímalaus klassík, eins og útilega í Þórsmörk, að ganga Laugaveginn eða skoða Glym í Hvalfirði. Aðrar eru glæný ævintýri, eins og útsýnisferð í þyrlu, splunkuný Giljaböð í Húsafelli eða FlyOver í Reykjavík. Nýtt eða gamalt, stutt eða langt, Ísland er fullt af spennandi afþreyingu og ævintýralegum áfangastöðum. Leitaðu ekki langt yfir skammt og njóttu lífsins innanlands í sumar.

Ferðumst innanlands