Hópaferðir og Sérferðir

Draumafríið á Íslandi

Hópferðir

Reykjavik Excursions (Kynnisferðir) hafa verið leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu í meira en 50 ár. Hjá okkur starfa þaulreyndir sérfræðingar sem sérsníða fjölbreyttar ferðir að ólíkum hópum alla daga. Hvort sem um er að ræða rútu til að skutla vinnustaðnum í veislu eða margra daga hópferðalag um landið er um að gera að hafa samband og fá tilboð í pakkann. Að finna hagkvæmustu og skemmtilegustu lausnirnar fyrir alls konar hópa eru okkar ær og kýr.

Við erum stolt af flotanum okkar og leigjum út stórar og smáar bifreiðar af nýjustu gerð allt árið. Um er að ræða fjölbreyttan flota bifreiða sem henta ólíkum aðstæðum og þörfum, hvort sem þær þurfa að keyra Reykjanesbrautina eða þvera jökulár. Rúturnar okkar eru 7 til 69 sæta og eru allar í fyrsta flokks ástandi. Þær eru rúmgóðar, þægilegar og umhverfisvænar. Í þeim eru þriggja punkta öryggisbelti fyrir alla um borð og er farþegum velkomið að tengjast fríu interneti. Rúturnar okkar voru nýlega verðlaunaðar á sviði umhverfismála sem "Sjálfbærasti hópferðabíllinn 2020". Þessi virtu verðlaun koma heim og saman við stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum sem er afar framsækin.

Sérferðir

Láttu draumafríið rætast með okkur! Ertu með sérstök áhugamál eða ákveðnar hugmyndir um hvað þú vilt sjá og gera á meðan þú ferðast innanlands? Leyfðu okkur að skipuleggja draumafríið svo þú getir notið þess sem best þegar á hólminn kemur. Það er okkar markmið að mæta þörfum viðskiptavina okkar. Ef þú vilt hoppa í fossa og klifra á jöklum getum við græjað það. Ef þú vilt upplifa auðnina uppi á hálendi í ró og næði er það ekkert mál. Ef þú þarft meiri hasar, þá er það auðsótt mál. Það er svo margt í boði á Íslandi og við höfum áratugareynslu af því að skipuleggja dagskrá sem er bæði skemmtileg og þægileg. Sendu okkur línu og við svörum um hæl með tillögum að raunverulegu draumafríi á Íslandi.

Afþreying

Ísland er raunveruleg ævintýraeyja og undanfarin ár hefur framboð af fjölbreyttri afþreyingu innanlands stóraukist. Íslendingar þurfa ekki að fara langt til að skipta um takt, gera eitthvað öðruvísi og skemmta sér konunglega. Sem dæmi má nefna jöklaferðir, hestaferðir, hvalaskoðun, aparólur og vélsleða.

Hafðu samband og leyfðu okkur að finna ævintýralega afþreyingu við þitt hæfi á [email protected]

Fáðu tilboð

Við bjóðum frábær tilboð í rútuleigur og hópaferðir fyrir alla hópa, stóra sem smáa. Endilega leitið tilboða á: [email protected].

Ertu á leið í óvissuferð með vinnustaðinn eða skíðaferð með vinahópnum? Þarftu kannski að skipuleggja skólaakstur eða var þér falið að hrista saman fólk í hópefli? Langar hlaupahópinn að prufa nýjar leiðir og ykkur vantar að láta skutla og sækja? Ætlar saumaklúbburinn yfir Fimmvörðuháls? Langar þig að gifta þig í Þórsmörk en veist ekki hvernig á að koma gestum á milli staða? Þetta eru okkar ær og kýr.

Leigðu rútu ásamt bílstjóra frá okkur og við komum þér og hópnum þínum hvert á land sem er.

Það getur verið vandmeðfarið að ferðast með hóp af fólki landshluta á milli og þá borgar sig að vera með fagmann við stýrið, sérstaklega þegar ferðast er um hálendið, um malarvegi og yfir ár. Bílstjórarnir okkar er þaulvanir fagmenn sem þekkja aðstæður af áralangri reynslu. Ef hópurinn vill frekari leiðsögn bjóðum við einnig upp á faglega leiðsögumenn sem eru hafsjór af skemmtilegum fróðleik. Hjá okkur starfa þaulreyndir sérfræðingar sem sérsníða fjölbreyttar ferðir að ólíkum hópum alla daga. Njóttu ferðalagsins og leyfðu okkur að koma þér á áfangastað.

Flotinn

Bílafloti Kynnisferða er einn sá stærsti og nýjasti á Íslandi. Farartækin okkar eru í hæsta gæðaflokki þar sem þægindi og öryggismál eru í algerum forgangi.

FL-3

Rúturnar okkar koma í öllum stærðum og gerðum (7 til 69 sæta) og eru allar í fyrsta flokks ástandi. Þær eru rúmgóðar, þægilegar og umhverfisvænar. Í þeim eru þriggja punkta öryggisbelti fyrir alla um borð og er farþegum velkomið að tengjast fríu interneti. Rúturnar okkar voru nýlega verðlaunaðar á sviði umhverfismála sem "Sjálfbærasti hópferðabíllinn 2020". Þessi virtu verðlaun koma heim og saman við stefnu fyrirtækisins í umhverfismálum sem er afar framsækin.

Einnig bjóðum við upp á fjórhjóladrifnar rútur sem henta í erfiðari aðstæður, t.d. til að fara yfir ár og um fjallvegi á hálendinu.

Umhverfisstefna Kynnisferða

Kynnisferðir er ferðaþjónustufyrirtæki og sem slíkt eigum við allt okkar undir helsta aðdráttarafli landsins, óspilltri náttúrunni. Að vernda þessa auðlind er því ekki bara ástríða okkar sem störfum í ferðaþjónustu heldur líka spurning um afkomu fyrirtækisins. Við erum afar stolt af umhverfisstefnu fyrirtækisins. Í stuttu máli erum við meðvitað og ákveðið að draga úr útblæstri, að fræða og þjálfa starfsfólk í að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum, að fylgjast kerfisbundið með stöðu fyrirtækisins í málaflokknum og birtum árlegar skýrslur um stöðuna. Við erum raunverulega ábyrg og metnaðarfull í umhverfismálum.

Farðu áhyggjulaus í ferðalagið og láttu okkur um aksturinn.