Ferðir í Bláa Lónið

Bláa lónið

Gefðu líkama og sál yndislega stund og láttu stressið líða úr þér í Bláa lóninu.

Slökun á heimsmælikvarða

Margir muna eftir því þegar Bláa lónið var aðeins affallsvatn úr jarðvarmavirkjuninni í Svartsengi, þar sem var enga aðstöðu að finna, hvað þá búningsklefa. Í dag er Bláa lónið orðið að glæsilegri heilsulind á heimsmælikvarða, þó án þess að hafa tapað ævintýralegu andrúmsloftinu. Vatnið í lóninu er einstakt, fullt af steinefnum úr hrauninu í kring og kísilleðja lónsins er sérstaklega heilnæm og græðandi. Augu og andi ganga í endurnýjun lífdaga eftir dvöl í Bláa lóninu.

Ferðir í Bláa lónið

Reykjavik Excursions býður upp á ferðir í Bláa lónið í leiðinni til og frá Keflavíkurflugvelli en einnig eru í boði fjölmargar og fjölbreyttar pakkaferðir með viðkomu í Bláa lóninu.

Leyfðu þér lífsgæðin og njóttu þess að láta líða úr þér í lóninu.

BLUE LAGOON BLOG

A Few of our Favourite FAQs

Iceland is often described as magical, extreme and otherworldly. It makes sense then that our guests feel unsure about what to bring, how to prepare and what to expect. So, here are a few of our favourite frequently asked questions about Iceland.

Reykjavik Excursions býður upp á fjölda ferða daglega í Bláa Lónið frá BSÍ. Eftir að hafa notið alls þess sem Bláa Lónið hefur upp á að bjóða er auðsótt mál að taka rútuna aftur til Reykjavíkur.