Hálendisrútan

Hálendisrútan

Hálendisrútan er frábær kostur fyrir ferðalanga sem hafa áhuga á að njóta sumarsins í Þórsmörk, Landmannalaugum eða Skógum á eigin vegum. Þú sérð um upplifunina og við sjáum um að skutla þér fram og til baka.

Hálendispassinn

Gakktu Fimmvörðuháls, Laugaveg eða bæði! Landmannalaugar, Þórsmörk og Skógar eru gríðarlega vinsælir áningarstaðir göngufólks og náttúruunnenda. Hálendispassinn hentar þeim sem vilja fara frá einum stað og heim frá öðrum. Einnig er hægt að fara fram og til baka frá Þórsmörk og Landmannalaugum. Daglegar ferðir tryggja að ferðafólk getur notið náttúrunnar og ferðast um Ísland á eigin vegum án þess að hafa áhyggjur af því hvernig á að komast til baka. Bókaðu hálendispassann og veldu þér upphafsstað og endastað eftir hentugleika.

Daglegar brottfarir í Þórsmörk frá BSÍ, Hellu eða Hvolsvelli frá 3. júní til 15. september.

Daglegar brottfarir í Landmannalaugar og að Skógum frá BSÍ, Hellu eða Hvolsvelli frá 15. júní til 11. september.

Áætlunin Hálendisrútunar má nálgast hér: Hálendisrútan - Sumar 2022 (pdf)

Tryggðu þér sæti á lægsta verði með því að bóka fyrirfram á netinu!