covid

Covid 19

Upplýsingar vegna COVID-19

Flugrútan mun sinna flugum frá brottfararstöðum í Evrópu. Ekki verður boðið uppá ferðir til Keflavíkur að svo stöddu en við bendum á sértilboð á bílaleigubílum frá Enterprise.

  • Umferðarmiðstöðin BSÍ er lokuð um óákveðinn tíma
  • Flugrútan stoppar fyrir framan BSÍ (leigubílastæði).
  • Hægt er að kaupa miða hér.
  • Þjónustuverið er opið mánudaga - föstudaga frá 8 - 17.
  • Farþegum, sem að koma til Íslands og þurfa að fara í sóttkví er heimilt að nota flugrútuna við komuna til landsins samkvæmt sóttvarnarreglum. Grímuskylda er um borð.

Eftirfarandi reglur gilda frá og með 19. febrúar:
Allir farþegar sem koma til Íslands þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn COVID-19 (SARS-CoV-2) áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Nánari upplýsingar má finna hér.

Í reglugerð nr. 321/2021 um takmörkun á samkomum vegna farsóttar má sjá að fjöldatakmarkanir 1. og 2. mgr. gilda ekki um almenningssamgöngur og hópbifreiðar. Fyrir öryggi farþega okkar höfum við sett þær vinnureglur að nýta ekki meira en 80% af sætum hverrar rútu og að sjálfsögðu gildir grímuskylda alla ferðina. Að auki eru allir fletir sótthreinsaðir á milli ferða.

Allir farþegar í hópferðabílum að vera með andlitsgrímur. Farþegar þurfa að hafa grímurnar á sér frá því að þeir ganga um borð og þar til þeir fara frá borði. Ekki er gerð krafa um að börn fædd 2005 og síðar beri grímur.
Farþegar þurfa að hafa meðferðis eigin grímur en við ráðleggjum farþegum að fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hvernig á að nota grímu.

Við erum öll almannavarnir!

ekkisitja