Jöklaferðir og íshellar

Íshellar og jöklar

Jöklar Íslands eru eitt helsta einkenni landsins en fæstir þekkja þá nema úr fjarlægð. Þeir eru hins vegar ekki síður stórbrotnir og magnaðir í eigin persónu. Það getur verið varasamt að fara um jökulbreiður og sprungur á eigin vegum og því borgar sig að hafa þaulreynda leiðsögumenn með í för. Hvort sem hugmyndin er að afreka langar göngur fyrir stórfenglegt útsýnið eða þjóta um hvítar eyðimerkur á snjósleða, eru jöklaferðir ógleymanleg upplifun. Fyrir þá sem treysta sér ekki í of mikinn hasar er líka frábær og fræðandi skemmtun að skoða íshella eða fara í siglingu um ísinn á Jökulsárlóni. Gerðu eitthvað öðruvísi og njóttu náttúrunnar í návígi.