Norðurljós

Norðurljósin

Það er fátt sem jafnast á við það að sjá norðurljósin dansa um himininn. Þá getur munað miklu að losna við alla ljósmengun, að finna rétta staðinn og bestu aðstæður hverju sinni. Við bjóðum upp á úrval norðurljósaferða þar sem allir geta fundið sér ferð við hæfi.

Hvað eru norðurljós?

Hlaðnar agnir frá sólinni valda norðurljósunum. Þessar agnir ferðast með sólvindum til jarðar sem hrindir megninu af þeim frá sér. En lítill hluti þeirra sleppur inn í eins konar kraga við segulskautin, norðurpól og suðurpól. Það eru nefnilega bæði til norðurljós og suðurljós. Við segulpólana örva þessar hlöðnu agnir mismunandi efni í lofthjúpnum sem valda mismunandi lituðum ljósum. Súrefni og köfnunarefni valda til dæmis grænum og fjólubláum norðurljósum sem eru algengustu litirnir sem við sjáum. Kíktu á norðurljósaspána til að fylgjast með virkninni yfir Íslandi!

Þótt Íslendingar sjái norðurljósin reglulega úr stofuglugganum er magnað að fylgjast með þeim í niðamyrkri langt frá allri ljósmengun. Þá hafa leiðsögumennirnir okkar legið yfir veðurspám og norðurljósaspám og fundið besta staðinn til að njóta þessa magnaða náttúrufyrirbæris. Skoðaðu úrval norðurljósaferða og leyfðu þér að upplifa þetta stórbrotna sjónarspil alveg upp á nýtt.